Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn sem aðalþjálfarar í febrúar næstkomandi en þá mætir Ísland liði Svíþjóðar í vináttulandsleik.
Leikurinn fer fram þann 21. febrúar í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa.
Ekki er um aðlþjóðlegan leikdag að ræða og því verður hópurinn að mestu skipaður leikmönnum sem leika hér á landi og á Norðurlöndunum.
Ísland og Svíþjóð hafa leikið fimmtán landsleiki frá upphafi og hafa Íslendingar aðeins unnið tvo. Síðast mættust liðin í vináttulandsleik í maí árið 2012.
Lagerbäck og Heimir tóku nýverið við sameiginlegri stjórn landsiðsins eftir að sá síðarnefndi hafði verið aðstoðarmaður Lagerbäck undanfarin tvö ár.
Leikið gegn Svíum í Abú Dabí
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
