Karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013 í Bandaríkjunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:15 Robin Thicke og Miley Cyrus gerðu allt vitlaust á MTV verðlaunahátíðinni. Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira