Foreldrar á barnajólaballi: Ósáttir við klúrt jólalag Ingós Veðurguðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. desember 2013 11:17 Jólaballið var haldið í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar. Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira