Jürgen Klopp hefur fengið að kynnast því að þjálfarastarfið hjá Dortmund er ekki alltaf auðvelt. Hann hefur náð ótrúlegum árangri með liðið þrátt fyrir oft á tíðum erfitt starfsumhverfi.
Félagið selur oftar en ekki sína bestu leikmenn á hverju ári og því þarf Klopp alltaf að finna nýja og frekar ódýra menn.
Í ár hefur Dortmund síðan lent í því að missa marga menn í meiðsli. Fyrir vikið hefur liðið gefið eftir í deildinni en er komið áfram í Meistaradeildinni.
"Hvað varðar meiðslin þá er þetta mitt langerfiðasta ár á ferlinum," sagði Klopp.
"Það vantar öxulinn í liðið og það breytir eðlilega öllu hjá okkur. Við höfum þurft að breyta leik okkar og djöflast áfram. Það er engu að síður ánægja að vinna með þessum mönnum."

