Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 20. desember 2013 12:14 Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja borginni land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíborg flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Samþykkt Alþingis þarf til að framlengja þessari heimild en slík tillaga var ekki afgreidd á fundi fjárlaganefndar í gær. Þetta er á skjön við það samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við borgaryfirvöld í október en samkvæmt því að á að loka minnstu flugbraut flugvallarins til að Reykjavíkurborg geti hafið uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera ánægð með þessa niðurstöðu. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að þessi ákvörðun komi á óvart. „Við erum að skoða hvað þetta þýðir ef þetta verður niðurstaðan,“ segir Björn. Hann gerir ráð fyrir því að borgin muni funda með innanríkisráðherra vegna málsins. „Það kemur okkur svolítið á óvart að menn skuli ekki standa við það sem talað var um,“ segir Björn. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja borginni land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíborg flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Samþykkt Alþingis þarf til að framlengja þessari heimild en slík tillaga var ekki afgreidd á fundi fjárlaganefndar í gær. Þetta er á skjön við það samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við borgaryfirvöld í október en samkvæmt því að á að loka minnstu flugbraut flugvallarins til að Reykjavíkurborg geti hafið uppbyggingu íbúðabyggðar í Skerjafirði. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera ánægð með þessa niðurstöðu. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að þessi ákvörðun komi á óvart. „Við erum að skoða hvað þetta þýðir ef þetta verður niðurstaðan,“ segir Björn. Hann gerir ráð fyrir því að borgin muni funda með innanríkisráðherra vegna málsins. „Það kemur okkur svolítið á óvart að menn skuli ekki standa við það sem talað var um,“ segir Björn.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira