Kári Steinn Karlsson og Arndís Ýr Hafþórsdóttir komu fyrst í mark í Gamlárshlaupi ÍR sem fór fram í 38. sinn í dag.
Kári Steinn hljóp vegalengdina, 10 km, á 31.03 mínútum en Arndís Ýr kom fyrst kvenna í mark á 37.41 mínútum.
Alls voru 1009 keppendur skráðir til leiks sem er næstmesta þátttaka frá upphafi.
Arnar Pétursson og Ingvar Hjartarson komu næstir í karlaflokki og Helen Ólafsdóttir í kvennaflokki.
Að venju voru margir hlauparar klæddir í skrautlega búninga sem settu mikinn svip á hlaupið í dag.
Kári Steinn og Arndís Ýr fyrst í mark
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


