Stefna ótrauðir á þátttöku þrátt fyrir hryðjuverkaárásir Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2013 12:29 Að minnsta kosti 14 létu lífið í sprengjuárásinni í morgun. mynd/afp Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira