Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar