Bjartir tímar fram undan 9. janúar 2013 06:00 Sverrir Briem, ráðgjafi hjá Hagvangi. Mynd/GVA Sverrir Briem er nýr ráðgjafi hjá Hagvangi. Hann er sálfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur í Noregi undanfarin tvö ár. Spurður um stöðuna á vinnumarkaðinum í Noregi og hvernig hann sé frábrugðinn þeim íslenska segir hann að í fyrsta lagi megi nefna að það er blússandi góðæri í Noregi um þessar mundir. Atvinnuleysi er lítið sem ekkert og í raun vöntun á vinnuafli. "Ég man eftir frétt í blöðunum í Noregi áður en ég flutti heim um að það vantaði að minnsta kosti sextán þúsund verkfræðinga til starfa í landinu. Þetta segir mikið um stöðuna hjá þeim. Undanfarin ár hefur olíugeirinn sogað til sín mikið af starfsfólki, svipað og bankageirinn gerði hér á Íslandi á árunum fyrir hrun.“ Sverrir hefur sjálfur áhugaverða reynslu af norskum vinnumarkaði. "Ég og fjölskylda mín bjuggum í Ósló og ég fékk fljótlega vinnu sem sálfræðingur. Málum er svolítið öðruvísi háttað í Noregi en hér heima. Þar eru meiri skil á milli vinnu og einkalífs. Ég kynntist í raun aldrei samstarfsfólki mínu mjög náið og hitti það aldrei utan hefðbundins vinnutíma. Hins vegar er mun nánara samband við nágranna og foreldra skólabarna.“ Sverrir segir vinnuna vissulega spila stórt hlutverk í lífi fólks í Noregi en telur það þó stærra hér á landi. "Sjálfsmynd okkar Íslendinga byggist nánast að öllu leyti upp á þeirri vinnu sem við stundum og ég held að við séum svolítið sér á báti hvað þetta varðar. Atvinnuleysisvandamálið á Íslandi er þess vegna að einhverju leyti frábrugðið því sem verið er að glíma við annars staðar. Ástæðuna veit ég ekki en hluti af skýringunni liggur örugglega að einhverju leyti í því að alltaf hefur verið lítið atvinnuleysi á Íslandi, sem við höfum reyndar borgað fyrir með mikilli verðbólgu.“ Sverri líkar eiginlega betur við viðhorf Íslendinga til vinnu. "Þeir eru sveigjanlegri og tilbúnari til að leggja meira á sig. Þessi sveigjanleiki gerir það líka að verkum að við erum fljótari en aðrar þjóðir að koma okkur út úr kreppunni. Þess vegna er ég, og við öll hjá Hagvangi, handviss um að það séu bjartir tímar fram undan á Íslandi. Hagvangur er fyrsta ráðningarþjónustan sem tók til starfa á Íslandi og starfar á þremur meginsviðum; við ráðningar, ráðgjöf, greiningar og próf. Ráðgjafar Hagvangs búa yfir mikilli reynslu og faglegri þekkingu hvað varðar ráðningar og önnur mannauðsmál. Meirihluti ráðgjafanna hefur háskólamenntun á sviði sálfræði, mannauðsstjórnunar og viðskiptafræði. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Sverrir Briem er nýr ráðgjafi hjá Hagvangi. Hann er sálfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur í Noregi undanfarin tvö ár. Spurður um stöðuna á vinnumarkaðinum í Noregi og hvernig hann sé frábrugðinn þeim íslenska segir hann að í fyrsta lagi megi nefna að það er blússandi góðæri í Noregi um þessar mundir. Atvinnuleysi er lítið sem ekkert og í raun vöntun á vinnuafli. "Ég man eftir frétt í blöðunum í Noregi áður en ég flutti heim um að það vantaði að minnsta kosti sextán þúsund verkfræðinga til starfa í landinu. Þetta segir mikið um stöðuna hjá þeim. Undanfarin ár hefur olíugeirinn sogað til sín mikið af starfsfólki, svipað og bankageirinn gerði hér á Íslandi á árunum fyrir hrun.“ Sverrir hefur sjálfur áhugaverða reynslu af norskum vinnumarkaði. "Ég og fjölskylda mín bjuggum í Ósló og ég fékk fljótlega vinnu sem sálfræðingur. Málum er svolítið öðruvísi háttað í Noregi en hér heima. Þar eru meiri skil á milli vinnu og einkalífs. Ég kynntist í raun aldrei samstarfsfólki mínu mjög náið og hitti það aldrei utan hefðbundins vinnutíma. Hins vegar er mun nánara samband við nágranna og foreldra skólabarna.“ Sverrir segir vinnuna vissulega spila stórt hlutverk í lífi fólks í Noregi en telur það þó stærra hér á landi. "Sjálfsmynd okkar Íslendinga byggist nánast að öllu leyti upp á þeirri vinnu sem við stundum og ég held að við séum svolítið sér á báti hvað þetta varðar. Atvinnuleysisvandamálið á Íslandi er þess vegna að einhverju leyti frábrugðið því sem verið er að glíma við annars staðar. Ástæðuna veit ég ekki en hluti af skýringunni liggur örugglega að einhverju leyti í því að alltaf hefur verið lítið atvinnuleysi á Íslandi, sem við höfum reyndar borgað fyrir með mikilli verðbólgu.“ Sverri líkar eiginlega betur við viðhorf Íslendinga til vinnu. "Þeir eru sveigjanlegri og tilbúnari til að leggja meira á sig. Þessi sveigjanleiki gerir það líka að verkum að við erum fljótari en aðrar þjóðir að koma okkur út úr kreppunni. Þess vegna er ég, og við öll hjá Hagvangi, handviss um að það séu bjartir tímar fram undan á Íslandi. Hagvangur er fyrsta ráðningarþjónustan sem tók til starfa á Íslandi og starfar á þremur meginsviðum; við ráðningar, ráðgjöf, greiningar og próf. Ráðgjafar Hagvangs búa yfir mikilli reynslu og faglegri þekkingu hvað varðar ráðningar og önnur mannauðsmál. Meirihluti ráðgjafanna hefur háskólamenntun á sviði sálfræði, mannauðsstjórnunar og viðskiptafræði.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira