Mest spennandi 2013 10. janúar 2013 14:30 Nick Cave Margar áhugaverðar plötur eru væntanlegar utan úr heimi árið 2013 sem tónlistaráhugamenn hljóta að vera spenntir fyrir. Eels, hugarfóstur Marks Everett, sendir frá sér Wonderful Glorious hinn 5. febrúar. Það verður tíunda hljóðsversplata sveitarinnar, en sú fyrsta, Beautiful Freak, kom út 1996 og vakti mikla athygli. Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave and the Bad Seeds nefnist Push the Sky Away og kemur út 18. febrúar. Hún er sú fyrsta án stofnmeðlimsins Mick Harvey sem yfirgaf bandið fyrir þremur árum. Rappáhugamenn geta fagnað fimmtu hljóðversplötu 50 Cent. Hún nefnist Street King Immortal og kemur út núna í febrúar. Einnig gefur vinur hans Eminem út nýja plötu, þá fyrstu í þrjú ár. Hinn mikli Íslandsvinur John Grant sendir frá sér sína aðra plötu 11. mars. Hún nefnist Pale Green Ghosts og fylgir eftir Queen of Denmark frá 2010 sem gagnrýnendur hrifust mikið af. Sinéad O"Connor er gestasöngvari á plötunni, sem var tekin upp hér á landi með hjálp Bigga Veiru úr GusGus. Sama dag gefur David Bowie út sína fyrstu plötu í áratug, The Next Day, og verður forvitnilegt að heyra hvað hin 66 ára goðsögn hefur fram að færa. Sænska elektródúóið The Knife gefur út Shaking the Habitual 9. apríl. Síðasta plata sveitarinnar, Silent Shout, kom út 2006 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda en síðan þá hefur lítið spurst til systkinanna Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Rokkarar fá eitthvað fyrir sinn snúð á árinu því Queens of the Stone Age og Yeah Yeah Yeahs gefa báðar út nýtt efni í vor. Plata Queens of the Stone Age verður sú fyrsta frá sveitinni í sex ár, síðan Era Vulgaris kom út 2007, og í þetta sinn situr Dave Grohl aftur við trommusettið, sem hljóta að teljast góð tíðindi. Söngkonan Karen O og félagar í Yeah Yeah Yeahs gefa út sína fjórðu plötu. Sú síðasta, It"s Blitz, kom út 2009 og þótti vel heppnuð. Í poppdívudeildinni er nýtt efni væntanlegt einhvern tímann á árinu bæði frá Lady Gaga og Beyoncé. Plata hinnar fyrrnefndu kallast Artpop en nafn er ekki komið á útgáfu Beyoncé. Orðrómur er einnig uppi um að þær Katy Perry og Nicki Minaj séu með eitthvað nýtt í pokahorninu. Þá eru The Strokes, Pearl Jam, U2 og Beck að taka upp nýtt efni en óvíst er hvort það lítur dagsins ljós á þessu ári. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Margar áhugaverðar plötur eru væntanlegar utan úr heimi árið 2013 sem tónlistaráhugamenn hljóta að vera spenntir fyrir. Eels, hugarfóstur Marks Everett, sendir frá sér Wonderful Glorious hinn 5. febrúar. Það verður tíunda hljóðsversplata sveitarinnar, en sú fyrsta, Beautiful Freak, kom út 1996 og vakti mikla athygli. Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave and the Bad Seeds nefnist Push the Sky Away og kemur út 18. febrúar. Hún er sú fyrsta án stofnmeðlimsins Mick Harvey sem yfirgaf bandið fyrir þremur árum. Rappáhugamenn geta fagnað fimmtu hljóðversplötu 50 Cent. Hún nefnist Street King Immortal og kemur út núna í febrúar. Einnig gefur vinur hans Eminem út nýja plötu, þá fyrstu í þrjú ár. Hinn mikli Íslandsvinur John Grant sendir frá sér sína aðra plötu 11. mars. Hún nefnist Pale Green Ghosts og fylgir eftir Queen of Denmark frá 2010 sem gagnrýnendur hrifust mikið af. Sinéad O"Connor er gestasöngvari á plötunni, sem var tekin upp hér á landi með hjálp Bigga Veiru úr GusGus. Sama dag gefur David Bowie út sína fyrstu plötu í áratug, The Next Day, og verður forvitnilegt að heyra hvað hin 66 ára goðsögn hefur fram að færa. Sænska elektródúóið The Knife gefur út Shaking the Habitual 9. apríl. Síðasta plata sveitarinnar, Silent Shout, kom út 2006 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda en síðan þá hefur lítið spurst til systkinanna Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Rokkarar fá eitthvað fyrir sinn snúð á árinu því Queens of the Stone Age og Yeah Yeah Yeahs gefa báðar út nýtt efni í vor. Plata Queens of the Stone Age verður sú fyrsta frá sveitinni í sex ár, síðan Era Vulgaris kom út 2007, og í þetta sinn situr Dave Grohl aftur við trommusettið, sem hljóta að teljast góð tíðindi. Söngkonan Karen O og félagar í Yeah Yeah Yeahs gefa út sína fjórðu plötu. Sú síðasta, It"s Blitz, kom út 2009 og þótti vel heppnuð. Í poppdívudeildinni er nýtt efni væntanlegt einhvern tímann á árinu bæði frá Lady Gaga og Beyoncé. Plata hinnar fyrrnefndu kallast Artpop en nafn er ekki komið á útgáfu Beyoncé. Orðrómur er einnig uppi um að þær Katy Perry og Nicki Minaj séu með eitthvað nýtt í pokahorninu. Þá eru The Strokes, Pearl Jam, U2 og Beck að taka upp nýtt efni en óvíst er hvort það lítur dagsins ljós á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira