Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2013 07:00 Atvinnuvegaráðherra vill koma á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri um álitaefni norðurslóða. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt. Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir það að tillögu sinni að Íslendingar haldi stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem stjórnmálamenn, vísindamenn, embættismenn og fulltrúar umhverfissamtaka koma saman og leggjast yfir þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar, ekki síst breytt göngumynstur flökkustofna. Þetta yrði vettvangur til að takast á við þá spurningu hvort ekki sé tímabært að hanna ný tæki og tól til að ná utan um þær aðstæður sem hafa skapast á undanförnum árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Steingríms á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers 2013 sem stendur yfir í Tromsø í Noregi. „Ég hallast æ meira að því að þetta þurfi að gera. Þó að við höfum ákveðna leiðsögn, til dæmis í hafréttarsáttmálanum og í gegnum ýmsar stofnanir og alþjóðasamninga, þá er ég farinn að efast um að það dugi okkur til að takast á við breytingarnar eins og þær eru að birtast okkur," segir Steingrímur sem dregur ekki fjöður yfir að þessar hugleiðingar eru sprottnar af samningaumleitunum í makríldeilunni. „Kannski þurfum við nýjar viðmiðanir og meiri sveigjanleika til að takast á við þessar aðstæður." Steingrímur segir að það geti verið úrelt aðferðafræði að horfa sífellt á tölfræðina að baki álitamálunum og að ætla sér að gera samninga sem gilda svo um aldur og ævi. „Breytingarnar geta einfaldlega borið okkur ofurliði. Þetta getur átt við um fleiri en einn stofn, og við getum misst frá okkur rétt eins og það sem við erum að fá til okkar. Að sjálfsögðu verðum við að horfast í augu við það að þetta getur fallið í báðar áttir, en ég sé ekki hvernig þetta verður gert með vitrænum hætti öðruvísi en að hvetja til alþjóðlegrar umræðu um þessi álitaefni," segir Steingrímur og telur að Akureyri, sem miðstöð norðurslóðamála, sé hentugur vettvangur. Eins og flestum er kunnugt er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar staðsett og sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. „Við verðum að halda þessu starfi á lofti. Það er tilhneiging, má segja, til að ýta Íslendingum, Svíþjóð og Finnlandi reyndar líka, til baka í þessari norðurslóðaumræðu allri. Það er rétt að Ísland liggur við suðurmörk þessa svæðis þó að okkar umráðasvæði liggi langt inn á heimskautasvæðið. Sögulega, og á allan hátt, erum við hánorrænt land sem hlýtur að halda stöðu sinni innan Norðurskautsráðsins, sem ég fagna að er að styrkjast verulega," segir Steingrímur og hefur á orði að það sé gleðiefni að Íslendingur, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi valist til að byggja upp nýja fastaskrifstofu ráðsins í Tromsø. Í ræðu sinni á ráðstefnunni varaði Steingrímur sterklega við nýtingu náttúruauðlinda á norðurslóðum án strangs aga og nærgætni við viðkvæma náttúru svæðisins. Í liðinni viku hefur Steingrímur verið á ferðalagi og fundað með kollegum sínum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur hann freistað þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, varðandi nýtingu makrílstofnsins ásamt fleiru, og telur að sér hafi orðið ágætlega ágengt.
Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira