Ofbeldisklám og börn Ögmundur Jónasson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun