Vítamín og heilsa Teitur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2013 06:00 Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun