Nýir eigendur Blómasmiðjunnar 30. janúar 2013 06:00 Feðginin Málfríður Hildur Bjarnadóttir og Bjarni Finnsson tóku við Blómasmiðjunni í haust. "Við viljum gera góða þjónustu að sérstöðu búðarinnar.“ Mynd/Stefán „Fyrstu mánuðirnir fara vel af stað," segir Málfríður Hildur Bjarnadóttir en hún tók við versluninni Blómasmiðjunni í Grímsbæ í október síðastliðnum ásamt fjölskyldu sinni. „Pabbi sér um ferskvöruna, útfararskreytingar og ýmislegt fleira af sinni stöku snilld. Hann þekkir bransann vel en hann stofnaði Blómaval á sínum tíma ásamt mömmu, bróður sínum og konunni hans. Hann segir lítið hafa breyst. Fólk sækist eftir því sama og fyrir 40 árum. Mamma sér um uppgjör og slíkt en hefur líka gert kransa og fleira, enda mikil listakona sjálf," útskýrir Málfríður og segir forréttindi að fá að vinna svo náið með foreldrum sínum. „Ég er kennari að mennt en hef sinnt ýmsum störfum með námi og eftir að því lauk. Það má segja að ég hafi alist upp í Blómaval. Pabbi var líka mjög hissa þegar hann komst að því nú í haust að hann þurfti voða lítið að kenna mér. Það verklega hafði síast inn í uppeldinu og gleymist ekki," segir Málfríður brosandi. Hún segir fjölskylduna leggja áherslu á góða og persónulega þjónustu. „Við viljum gera góða þjónustu að sérstöðu búðarinnar og bjóðum alla velkomna til okkar. Stór liður í þjónustunni er vegna útfara og viljum við veita hana í samráði við aðstandendur og gerum allt sem við mögulega getum til að koma til móts við óskir hvers og eins." Blómasmiðjan er til húsa í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Efstaland 26. Aðkoma að miðstöðinni er góð og næg bílastæði. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir fara vel af stað," segir Málfríður Hildur Bjarnadóttir en hún tók við versluninni Blómasmiðjunni í Grímsbæ í október síðastliðnum ásamt fjölskyldu sinni. „Pabbi sér um ferskvöruna, útfararskreytingar og ýmislegt fleira af sinni stöku snilld. Hann þekkir bransann vel en hann stofnaði Blómaval á sínum tíma ásamt mömmu, bróður sínum og konunni hans. Hann segir lítið hafa breyst. Fólk sækist eftir því sama og fyrir 40 árum. Mamma sér um uppgjör og slíkt en hefur líka gert kransa og fleira, enda mikil listakona sjálf," útskýrir Málfríður og segir forréttindi að fá að vinna svo náið með foreldrum sínum. „Ég er kennari að mennt en hef sinnt ýmsum störfum með námi og eftir að því lauk. Það má segja að ég hafi alist upp í Blómaval. Pabbi var líka mjög hissa þegar hann komst að því nú í haust að hann þurfti voða lítið að kenna mér. Það verklega hafði síast inn í uppeldinu og gleymist ekki," segir Málfríður brosandi. Hún segir fjölskylduna leggja áherslu á góða og persónulega þjónustu. „Við viljum gera góða þjónustu að sérstöðu búðarinnar og bjóðum alla velkomna til okkar. Stór liður í þjónustunni er vegna útfara og viljum við veita hana í samráði við aðstandendur og gerum allt sem við mögulega getum til að koma til móts við óskir hvers og eins." Blómasmiðjan er til húsa í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Efstaland 26. Aðkoma að miðstöðinni er góð og næg bílastæði.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira