Tónlist

Flytja Dark Side of the Moon

dúndurfréttin Hljómsveitin flytur plötuna Dark Side of the Moon í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl.fréttablaðið/stefán
dúndurfréttin Hljómsveitin flytur plötuna Dark Side of the Moon í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl.fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán
Hljómsveitin Dúndurfréttir ætlar að flytja eitt helsta meistaraverk rokksögunnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd, í heild sinni á tvennum tónleikum í apríl. Tilefnið er fjörutíu ára afmæli plötunnar.

Fyrri tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu 20. apríl og hinir síðari í Hofi á Akureyri 24. apríl. Dark Side of the Moon er vinsælasta plata heims og hefur selst í yfir fimmtíu milljónum eintaka.

Engu verður til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta, enda var Pink Floyd þekkt fyrir mikið sjónarspil á sínum tónleikum. Meðal annars verður fjöldi aðstoðarmanna

Dúndurfréttamönnum til halds og trausts á tónleikunum. Hljómsveitin hefur áður flutt Dark Side of the Moon í heild sinni og einnig aðra plötu með Pink Floyd, The Wall, en aldrei í Hörpu.

Miðasala hefst þriðjudaginn 12. febrúar kl 12 á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×