Öryggismál fyrirtækja – ábyrgð stjórnenda 19. febrúar 2013 06:00 Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekkert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um árabil hérlendis í vissum atvinnugreinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgangast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímuefna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu saklausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skynsemi og með langtímamarkmið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar.Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við innleiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að tilhneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sannfæra fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heilvita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggisatriða og stefnumörkunar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónarmið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hérlendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki.Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í ökutækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrirtækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi einhvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum og áratugum. Betur má þó ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekkert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um árabil hérlendis í vissum atvinnugreinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgangast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímuefna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu saklausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skynsemi og með langtímamarkmið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar.Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við innleiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að tilhneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sannfæra fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heilvita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggisatriða og stefnumörkunar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónarmið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hérlendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki.Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í ökutækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrirtækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi einhvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrirtækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undanförnum árum og áratugum. Betur má þó ef duga skal.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun