Framsókn fyrir heimilin Sigrún Magnúsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun