Sísý Ey kemur fram á Sónar í Barcelona Sara McMahon skrifar 12. mars 2013 06:00 Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og fjölbreyttan hóp tónlistarmanna sem koma fram á Sónar-tónlistarhátíðinni í Sumar. Fréttablaðið/Stefán „Við spiluðum á Sónar í febrúar og bókarar frá Sónar í Barcelona sáu tónleikana og vildu í kjölfarið fá okkur út,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og glæstan hóp listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni í Barcelona dagana 13. til 15. júní. Hljómsveitin er skipuð systrunum Sigríði, Elínu og Elísabetu Eyþórsdætrum, Carmen Jóhannesdóttur og plötusnúðnum Friðfinni „Oculus“ Sigurðssyni. Sigríður segist enn ekki vita hvenær tónleikar sveitarinnar fara fram enda sé stutt síðan fréttirnar voru staðfestar. „Við vitum enn voðalega lítið, við höfum ekki einu sinni bókað flug út. Það eina sem er staðfest er að við förum út að spila í sumar.“ Sónar-hátíðin er haldin í tuttugasta sinn í sumar og á meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru goðsagnirnar í Kraftwerk, Pet Shop Boys, Skrillex, breski tónlistarmaðurinn Jamie Lidell, íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og plötusnúðatvíeykið Gluteus Maximus. Lagið Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey hefur fengið mikla útvarpsspilun og von er á smáskífu með laginu á næstunni. Sigríður segir danstónlistarheiminn ólíkan þeim hefðbundna og því komi tónlist sveitarinnar út í einingum. „Við eigum tilbúið efni í heila plötu en við byrjum líklega á því að gefa lögin út í smáskífuformi,“ útskýrir hún. Sigríður og systur hennar koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu; foreldrar þeirra eru tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, frændi þeirra er KK og sjálf er hún gift tónlistarmanninum Þorsteini Einarssyni. „Það má segja að tónlistargenið sé ráðandi í fjölskyldunni. Við erum öll að sinna tónlistinni á einhvern hátt,“ segir hún að lokum.Mynd/Brynjar Snær Sónar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
„Við spiluðum á Sónar í febrúar og bókarar frá Sónar í Barcelona sáu tónleikana og vildu í kjölfarið fá okkur út,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og glæstan hóp listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni í Barcelona dagana 13. til 15. júní. Hljómsveitin er skipuð systrunum Sigríði, Elínu og Elísabetu Eyþórsdætrum, Carmen Jóhannesdóttur og plötusnúðnum Friðfinni „Oculus“ Sigurðssyni. Sigríður segist enn ekki vita hvenær tónleikar sveitarinnar fara fram enda sé stutt síðan fréttirnar voru staðfestar. „Við vitum enn voðalega lítið, við höfum ekki einu sinni bókað flug út. Það eina sem er staðfest er að við förum út að spila í sumar.“ Sónar-hátíðin er haldin í tuttugasta sinn í sumar og á meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru goðsagnirnar í Kraftwerk, Pet Shop Boys, Skrillex, breski tónlistarmaðurinn Jamie Lidell, íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og plötusnúðatvíeykið Gluteus Maximus. Lagið Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey hefur fengið mikla útvarpsspilun og von er á smáskífu með laginu á næstunni. Sigríður segir danstónlistarheiminn ólíkan þeim hefðbundna og því komi tónlist sveitarinnar út í einingum. „Við eigum tilbúið efni í heila plötu en við byrjum líklega á því að gefa lögin út í smáskífuformi,“ útskýrir hún. Sigríður og systur hennar koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu; foreldrar þeirra eru tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, frændi þeirra er KK og sjálf er hún gift tónlistarmanninum Þorsteini Einarssyni. „Það má segja að tónlistargenið sé ráðandi í fjölskyldunni. Við erum öll að sinna tónlistinni á einhvern hátt,“ segir hún að lokum.Mynd/Brynjar Snær
Sónar Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira