Valkostir tveir og vogun Örn Bárður Jónsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn.Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn.Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun