Samfélagið verður sigurvegarinn! Willum Þór Þórsson skrifar 18. mars 2013 06:00 Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin. Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.Samfélagið í uppnámi Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans. Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu. Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar. Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald. Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar. Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Willum Þór Þórsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin. Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.Samfélagið í uppnámi Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans. Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu. Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar. Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald. Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar. Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun