Frábær á réttum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 06:00 "Ef við lokum vörninni getum við unnið hvaða lið sem er,“ segir Guðmundur. Mynd/Vilhelm Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8) Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8)
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira