Nýtum kosningaréttinn Jón Gnarr skrifar 11. apríl 2013 07:00 Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun