Alltaf í lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson með dóttur sinni Lovísu Bylgju eftir að Njarðvíkurkonur unnu bikarinn í fyrra. Mynd/Valli Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira