Verður skák og mát Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2013 06:00 Justin Shouse í baráttu við þá Ryan Pettinella og Ólaf Ólafsson. Marvin Valdimarsson fylgist með. Fréttablaðið/Vilhelm „Mín ósk er að einvígið fari í oddaleik og þetta verði rafmagnaðir leikir. Það eru það mikil gæði í báðum liðum að ég hugsa að þetta verði bara skák og mát,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Hann er klár á því að tvö bestu lið landsins leiði saman hesta sína í úrslitum. „Ef þú skoðar viðureignir liðanna eftir áramót hefur Stjarnan greinilega verið sterkara liðið,“ segir Ingi Þór og rifjar upp bikarúrslitaleik liðanna í febrúar. „Stjarnan leysti þann leik mjög vel og verður fróðlegt að sjá hvernig Grindavík bregst við leikaðferð Stjörnunnar. Það er klárt mál að Stjarnan mun nota sömu aðferðafræði og varnarleik og hún gerði í Laugardalshöll.“ Ingi Þór segir mikilvægt fyrir Grindvíkinga að fá skotin hjá Samuel Zeglinski í gang. „Hann er mikil skytta og þarf að ná upp sínum leik. Broussard gekk mjög illa gegn Frye í bikarúrslitaleiknum. Hann er örugglega klár í að gera betur,“ segir Ingi. Hann er þó á því að mestu skipti hvernig Jóhann Árni Ólafsson og Þorleifur Ólafsson spili. „Stóri faktorinn er sá að Jói og Lalli (innsk.: Þorleifur) séu í takti og spili sína bestu leiki,“ segir Ingi. Auk þess þurfi Sigurður Þorsteinsson að láta Brian Mills og Fannar Helgason hafa fyrir hlutunum undir körfunni. Þjálfari Snæfellinga þarf ekki að velta lengi fyrir sér hver sé lykilmaður Garðbæinga. „Justin Shouse er algjör lykilmaður. En þegar Justin hefur ekki fundið sig hefur Jarrid Frye verið maðurinn. Stjarnan er í veislu með þessa tvo sem eru algjörir lyklar að velgengni liðsins,“ segir Ingi Þór. Þjálfarar liðanna, þeir Sverrir Þór Sverrisson og Teitur Örlygsson, hafa marga fjöruna sopið. „Þeir eru báðir gríðarlegir keppnismenn og voru frábærir leikmenn á sínum tíma. Ólíkir leikmenn en báðir klókir og baráttumiklir. Lið þeirra smitast af því,“ segir Ingi. Hann á erfitt með að spá fyrir um sigurvegara. „Ég vona að þetta fari í oddaleik og hef trú á því að það lið sem vinni á útivelli verði Íslandsmeistari.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
„Mín ósk er að einvígið fari í oddaleik og þetta verði rafmagnaðir leikir. Það eru það mikil gæði í báðum liðum að ég hugsa að þetta verði bara skák og mát,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Hann er klár á því að tvö bestu lið landsins leiði saman hesta sína í úrslitum. „Ef þú skoðar viðureignir liðanna eftir áramót hefur Stjarnan greinilega verið sterkara liðið,“ segir Ingi Þór og rifjar upp bikarúrslitaleik liðanna í febrúar. „Stjarnan leysti þann leik mjög vel og verður fróðlegt að sjá hvernig Grindavík bregst við leikaðferð Stjörnunnar. Það er klárt mál að Stjarnan mun nota sömu aðferðafræði og varnarleik og hún gerði í Laugardalshöll.“ Ingi Þór segir mikilvægt fyrir Grindvíkinga að fá skotin hjá Samuel Zeglinski í gang. „Hann er mikil skytta og þarf að ná upp sínum leik. Broussard gekk mjög illa gegn Frye í bikarúrslitaleiknum. Hann er örugglega klár í að gera betur,“ segir Ingi. Hann er þó á því að mestu skipti hvernig Jóhann Árni Ólafsson og Þorleifur Ólafsson spili. „Stóri faktorinn er sá að Jói og Lalli (innsk.: Þorleifur) séu í takti og spili sína bestu leiki,“ segir Ingi. Auk þess þurfi Sigurður Þorsteinsson að láta Brian Mills og Fannar Helgason hafa fyrir hlutunum undir körfunni. Þjálfari Snæfellinga þarf ekki að velta lengi fyrir sér hver sé lykilmaður Garðbæinga. „Justin Shouse er algjör lykilmaður. En þegar Justin hefur ekki fundið sig hefur Jarrid Frye verið maðurinn. Stjarnan er í veislu með þessa tvo sem eru algjörir lyklar að velgengni liðsins,“ segir Ingi Þór. Þjálfarar liðanna, þeir Sverrir Þór Sverrisson og Teitur Örlygsson, hafa marga fjöruna sopið. „Þeir eru báðir gríðarlegir keppnismenn og voru frábærir leikmenn á sínum tíma. Ólíkir leikmenn en báðir klókir og baráttumiklir. Lið þeirra smitast af því,“ segir Ingi. Hann á erfitt með að spá fyrir um sigurvegara. „Ég vona að þetta fari í oddaleik og hef trú á því að það lið sem vinni á útivelli verði Íslandsmeistari.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira