Fæðuöryggi inn í kjörklefann Svala Georgsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun!
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar