Nýjar hugmyndir í þágu heimilanna Ingvar Garðarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar