Auðlindirnar okkar Jón Gunnar Björgvinsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar