Kastaðu ekki atkvæði þínu á glæ - Kjóstu öfluga málsvara fyrir landsbyggðina Magnús Hávarðsson skrifar 27. apríl 2013 07:00 Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Upphaflegt markmið var að bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það tókst ekki í þessari atrennu því örlítið vantaði upp á í Norðausturkjördæmi en talsvert meira í Suðurkjördæmi. Aðalatriðið er að nú hefur skotið rótum almenningsafl á landsbyggðinni sem mun vinna markvisst að jafnréttis- og jafnræðisbaráttu íbúa á landsbyggðinni um ókomna framtíð vonandi. Mikilvægt er að ýtt verði duglega undir þetta nýja afl með stuðningi í komandi kosningum og þannig flýtt fyrir að það verði marktækt í umræðunni um byggðamál.Rödd almennings á landsbyggðinni Mikilvægt er að rödd almennings á landsbyggðinni heyrist hátt og skýrt á Alþingi Íslendinga. Frambjóðendur Landsbyggðarflokksins bjóða sig fram til að vera öflugur málsvari þessa hóps og hafna því að fulltrúar lítilla, en öflugra sérhagsmunahópa tali í nafni fólksins á landsbyggðinni. Flokkurinn setur málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun allra málaflokka og krefst jafnræðis til handa landsbyggðarbúum hvað varðar grunnþjónustu og þar með jafnréttis til búsetu. Landsbyggðarflokkurinn telur mikilvægt að jafnræði ríkji ekki aðeins þegar vægi atkvæða er annars vegar, heldur þurfi jafnræði þá einnig að ríkja í öllum málefnum er lúta að grunnþjónustuþáttum eins og heilbrigðis- og menntamálum, samgöngumálum ofl.Loforðin, fínu orðin og litlar efndir Þess má geta að frambjóðendur Landsbyggðarflokksins koma allir af landsbyggðinni, eru búsettir þar og þekkja af eigin reynslu búsetuskilyrði, atvinnu-, menningar- og mannlíf og hafa því fundið á eigin skinni hvernig landsbyggðin hefur setið á hakanum í ýmsum ákvarðanatökum stjórnvalda á undanförnum árum og áratugum. Loforðin og fínu orðin eru til staðar nú fyrir þessar kosningar sem endranær, en oft verður lítið um efndir eins og við sem byggjum landsbyggðina þekkjum svo vel.Velmegun má ekki byggjast á niðurlægingu og hnignun Landsbyggðarflokkurinn leggur áherslu á jafnræði þegar brugðist er við forsendubresti í þjóðfélaginu - sömu lögmál eiga að gilda hvar sem forsendubrestur á sér stað. Leiðrétting á skuldum heimilanna á ekki að leiða til ójafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Landsbyggðarflokkurinn hafnar því að velmegun á einu eða fáum svæðum byggist á hnignun og niðurlægingu annarra svæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Upphaflegt markmið var að bjóða fram í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur. Það tókst ekki í þessari atrennu því örlítið vantaði upp á í Norðausturkjördæmi en talsvert meira í Suðurkjördæmi. Aðalatriðið er að nú hefur skotið rótum almenningsafl á landsbyggðinni sem mun vinna markvisst að jafnréttis- og jafnræðisbaráttu íbúa á landsbyggðinni um ókomna framtíð vonandi. Mikilvægt er að ýtt verði duglega undir þetta nýja afl með stuðningi í komandi kosningum og þannig flýtt fyrir að það verði marktækt í umræðunni um byggðamál.Rödd almennings á landsbyggðinni Mikilvægt er að rödd almennings á landsbyggðinni heyrist hátt og skýrt á Alþingi Íslendinga. Frambjóðendur Landsbyggðarflokksins bjóða sig fram til að vera öflugur málsvari þessa hóps og hafna því að fulltrúar lítilla, en öflugra sérhagsmunahópa tali í nafni fólksins á landsbyggðinni. Flokkurinn setur málefni landsbyggðarinnar efst í forgangsröðun allra málaflokka og krefst jafnræðis til handa landsbyggðarbúum hvað varðar grunnþjónustu og þar með jafnréttis til búsetu. Landsbyggðarflokkurinn telur mikilvægt að jafnræði ríkji ekki aðeins þegar vægi atkvæða er annars vegar, heldur þurfi jafnræði þá einnig að ríkja í öllum málefnum er lúta að grunnþjónustuþáttum eins og heilbrigðis- og menntamálum, samgöngumálum ofl.Loforðin, fínu orðin og litlar efndir Þess má geta að frambjóðendur Landsbyggðarflokksins koma allir af landsbyggðinni, eru búsettir þar og þekkja af eigin reynslu búsetuskilyrði, atvinnu-, menningar- og mannlíf og hafa því fundið á eigin skinni hvernig landsbyggðin hefur setið á hakanum í ýmsum ákvarðanatökum stjórnvalda á undanförnum árum og áratugum. Loforðin og fínu orðin eru til staðar nú fyrir þessar kosningar sem endranær, en oft verður lítið um efndir eins og við sem byggjum landsbyggðina þekkjum svo vel.Velmegun má ekki byggjast á niðurlægingu og hnignun Landsbyggðarflokkurinn leggur áherslu á jafnræði þegar brugðist er við forsendubresti í þjóðfélaginu - sömu lögmál eiga að gilda hvar sem forsendubrestur á sér stað. Leiðrétting á skuldum heimilanna á ekki að leiða til ójafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Landsbyggðarflokkurinn hafnar því að velmegun á einu eða fáum svæðum byggist á hnignun og niðurlægingu annarra svæða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar