Elsku nýju þjóðarleiðtogar Guðrún Högnadóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði. Forgangsraðið.Þeir leiðtogar sem setja 2 til 3 mál í forgang klára almennt 2 til 3 mál. Þeir sem eru með 5 til 7 markmið koma kannski einu máli næstum því í höfn. Því fleiri markmið, þeim mun minni líkur á árangri. Hafið kjarkinn og agann til að einblína á fá, en afgerandi mál í einu. Og klárið þau. Heimilin. Höftin. Hengjan. Annað kemur í kjölfar slíkra góðra verka. Hugsið. Gagnrýnin hugsun er forsenda framfara. Leitið þekkingar og ráða út fyrir ykkar þrönga hring. Mátið ákvarðanir ykkar á aðra en spegilmyndir ykkar sjálfra. Hlustið. Stjórnmálaleiðtogar fortíðar fengu þjálfun í ræðumennsku. Áhrifamenn framtíðar fá þjálfun í hlustun. Sönn forysta byggir á virðingu fyrir fólki. Skilningi á ólíkum skoðunum. Guð gaf okkur tvö eyru og einn munn. Talið minna. Hlustið meira. Látið verkin tala. Eins og segir í Hávamálum: Svo nýsist fróðra hver fyrir. Hreinsið til. Kveðjið gamlar erjur og syndir. Biðjist afsökunar og fyrirgefið, ef þess þarf. Frelsið ykkur frá hagsmunum forvera ykkar – pólitískum, landfræðilegum og fjárhagslegum. Málið tæra mynd af því samfélagi sem við viljum færa barnabörnum okkar og leyfið ekki frændhygli, græðgi eða þröngsýni að menga þá mynd. Lærið. Af mistökum ykkar. Af mistökum annarra. Gerið upp hug ykkar um hvert ykkar framlag til framtíðarlandsins verður. Og lærum saman á leiðinni. Virkið okkur. Þið eigið 322.930 samstarfsmenn sem eru tilbúnir að bretta upp ermar í þágu þjóðar. Haldið samtalinu gangandi á veraldarvefnum, á kaffihúsunum, í háskólunum. Leyfið okkur að taka með ykkur ábyrgð á stóru málunum með könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnið nýtt fólk til mikilvægra verka. Það leynist snillingur á hverju götuhorni. Nærist. Þetta er harður heimur. Gleymið ekki lýsinu. Svefninum. Grænkálinu. Góðum bókum. Lélegum bíómyndum. Göngutúrum. Mörgum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Tengið ykkur reglulega við af hverju þið tókuð að ykkur þetta verkefni. Og virkið þá orku til góðra verka. Ég óska ykkur velfarnaðar á áframhaldandi sameiginlegri vegferð okkar allra! Kveðja, Guðrún. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði. Forgangsraðið.Þeir leiðtogar sem setja 2 til 3 mál í forgang klára almennt 2 til 3 mál. Þeir sem eru með 5 til 7 markmið koma kannski einu máli næstum því í höfn. Því fleiri markmið, þeim mun minni líkur á árangri. Hafið kjarkinn og agann til að einblína á fá, en afgerandi mál í einu. Og klárið þau. Heimilin. Höftin. Hengjan. Annað kemur í kjölfar slíkra góðra verka. Hugsið. Gagnrýnin hugsun er forsenda framfara. Leitið þekkingar og ráða út fyrir ykkar þrönga hring. Mátið ákvarðanir ykkar á aðra en spegilmyndir ykkar sjálfra. Hlustið. Stjórnmálaleiðtogar fortíðar fengu þjálfun í ræðumennsku. Áhrifamenn framtíðar fá þjálfun í hlustun. Sönn forysta byggir á virðingu fyrir fólki. Skilningi á ólíkum skoðunum. Guð gaf okkur tvö eyru og einn munn. Talið minna. Hlustið meira. Látið verkin tala. Eins og segir í Hávamálum: Svo nýsist fróðra hver fyrir. Hreinsið til. Kveðjið gamlar erjur og syndir. Biðjist afsökunar og fyrirgefið, ef þess þarf. Frelsið ykkur frá hagsmunum forvera ykkar – pólitískum, landfræðilegum og fjárhagslegum. Málið tæra mynd af því samfélagi sem við viljum færa barnabörnum okkar og leyfið ekki frændhygli, græðgi eða þröngsýni að menga þá mynd. Lærið. Af mistökum ykkar. Af mistökum annarra. Gerið upp hug ykkar um hvert ykkar framlag til framtíðarlandsins verður. Og lærum saman á leiðinni. Virkið okkur. Þið eigið 322.930 samstarfsmenn sem eru tilbúnir að bretta upp ermar í þágu þjóðar. Haldið samtalinu gangandi á veraldarvefnum, á kaffihúsunum, í háskólunum. Leyfið okkur að taka með ykkur ábyrgð á stóru málunum með könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnið nýtt fólk til mikilvægra verka. Það leynist snillingur á hverju götuhorni. Nærist. Þetta er harður heimur. Gleymið ekki lýsinu. Svefninum. Grænkálinu. Góðum bókum. Lélegum bíómyndum. Göngutúrum. Mörgum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Tengið ykkur reglulega við af hverju þið tókuð að ykkur þetta verkefni. Og virkið þá orku til góðra verka. Ég óska ykkur velfarnaðar á áframhaldandi sameiginlegri vegferð okkar allra! Kveðja, Guðrún.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun