Ísland með fyrstu einkunn, -að utan! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. maí 2013 16:00 Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun