Ætlar upp heimslistann Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2013 07:00 Axel Bóasson Mynd / GSÍ myndir Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“ Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira