Fékk eftirsótt sumarstarf hjá Kishimoto 6. júní 2013 07:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir sótti um starfsnám hjá Eley Kishimoto og fékk starfið. Hún hlakkar til að hitta hönnuðina og vonast til að reynslan nýtist vel í framtíðinni. „Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún. HönnunarMars Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún.
HönnunarMars Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira