Illa brenndur eftir viðskipti við Sól 101 Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2013 15:00 Steinar Thorberg skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðsstofu í miðbænum Fréttablaðið/Valli Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira