Ævintýraþráin enn til staðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2013 06:30 Feðgar. Jón Arnór verður á Íslandi í sumar en hér er hann með syni sínum, Guðmundi Nóel, sem verður tveggja ára í næsta mánuði.fréttablaðið/anton Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr.Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tímabil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endurskoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endurspeglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru samkeppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann.Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmislegt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr.Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tímabil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endurskoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endurspeglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru samkeppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann.Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmislegt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira