Ævintýraþráin enn til staðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2013 06:30 Feðgar. Jón Arnór verður á Íslandi í sumar en hér er hann með syni sínum, Guðmundi Nóel, sem verður tveggja ára í næsta mánuði.fréttablaðið/anton Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr.Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tímabil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endurskoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endurspeglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru samkeppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann.Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmislegt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr.Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tímabil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endurskoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endurspeglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru samkeppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann.Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmislegt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti