Fyrirtækið Plain Vanilla Games leggur sérstaka áherslu á að stemningin sé góð í vinnunni og að öllum líði vel.
Fyrir skömmu var haldinn sérstakur „denim on denim”-dagur. Þá mætti starfsfólkið í vinnuna í gallafötum frá toppi til táar. Einnig hefur starfsfólkið mætt hvítklætt í vinnuna.Kokkur frá Argentínu steikhúsi eldar hádegismat ofan í starfsfólkið fjóra daga í viku en á föstudögum er farið í hádegismat á veitingastað í boði fyrirtækisins.
Plain Vanilla Games vinnur að því að þróa rauntímaspurningaleiki fyrir snjallsíma. „Við erum í raun að búa til Trivial Pursuit 21. aldarinnar fyrir snjallsíma og spjaldtölvur,” segir Þorsteinn Friðriksson forstjóri.
Þar á hann við forritið QuizUp sem hefur tryggt fyrirtækinu hundruð milljóna króna hlutafjárframlög frá fjórum fjárfestingasjóðum í Bandaríkjunum og einum í Kína.