Strámaður á Sprengisandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júlí 2013 07:30 Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun