Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2013 07:30 Jökull keppti nýverið á Dreamhack-mótinu í Svíþjóð. Hér er hann (til hægri) með félaga sínum, Son Seok Hee frá Suður-Kóreu. „Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
„Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira