Dólgakapítalismi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. júlí 2013 07:00 Mikið er búið að skamma Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir ummæli hans á Bylgjunni á laugardag, þar sem hann sagði koma til greina að fleiri en ríkið tækju að sér rekstur heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið ætti að vera stefnumótandi en aðrir kynnu að vera færari um að annast reksturinn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ríkið gæti verið að búa til „dólgakapítalisma“ þar sem ríkið glatar samningsstöðu sinni og viðsemjendurnir skammta sér sjálfir fé, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs talar um „órökstudda einkavæðingaráráttu“ og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að bandaríska heilbrigðiskerfið sé einkarekið, óhagkvæmt og dýrast í heimi – og gefur þar með í skyn að Kristján vilji fara sömu leið. Að minnsta kosti sumt af þessu fólki veit betur. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að lögin um sjúkratryggingar, sem sett voru í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2008, eigi að virkja til fulls. Þeim ákvæðum laganna sem kváðu á um að Sjúkratryggingar Íslands eigi að virka sem kaupandi heilbrigðisþjónustu, sem gerir samninga við heilbrigðisstofnanir, var frestað í tíð síðustu ríkisstjórnar. Rökin fyrir þeirri breytingu eru þó augljós. Ríkið hefur þrjú hlutverk. Það markar stefnu um þjónustuna, fjármagnar hana og er þar af leiðandi kaupandi hennar fyrir hönd skattgreiðenda og loks sér það sjálft um rekstur á margvíslegri heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera rekur þó ekki alla heilbrigðisþjónustu; staðreynd sem oft gleymist í þessari umræðu er að ríflega fjórðungur heilbrigðisútgjalda rennur til annarra en ríkisins. Það að einkaaðilar sjái um veitingu þjónustu þýðir hvorki að ríkið hætti að fjármagna hana né marka stefnuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var einkarekin heilsugæzlustöð í Salahverfi heimsótt. Þar kostar þjónustan notandann það sama og annars staðar, en reksturinn er ódýrari fyrir skattgreiðendur og frammistaðan í fremstu röð. Lögin gerðu ráð fyrir að Sjúkratryggingarnar gerðu samninga við allar heilbrigðisstofnanir, sem kvæðu á um gæði þjónustunnar, afköst, biðtíma og þar fram eftir götunum. Þannig veit ríkið sem kaupandi þjónustunnar hvað það er að borga fyrir og hinn almenni skattgreiðandi, sá sjúkratryggði, veit í hverju sjúkratryggingin hans felst, en upp á það vantar verulega í dag. Um leið opnast nýir möguleikar á að samið sé við aðra en ríkisstofnanir um að veita þjónustu ef það er gert með skilvirkari eða ódýrari hætti en ríkið gerir. Á sínum tíma, þegar ríkið bauð út gerð augnsteinaaðgerða, buðu einkaaðilar um þriðjung af því verði sem Landspítalinn vildi fá fyrir þær. Þá lá í augum uppi að semja við þá. Eins má segja að ef ríkisstofnun getur sinnt verkefni sem einkarekin stofnun hefur nú með höndum með ódýrari hætti eigi ríkið að færa viðskipti sín þangað. Árni Páll Árnason skrifaði á sínum tíma um sjúkratryggingalögin á heimasíðuna sína: „Ýmsir hafa haft hátt á undanförnum mánuðum um að í breytingunum felist einkavæðing, markaðsvæðing, sala sjúklinga, sjúklingaskattar eða eitthvað þaðan af verra. Í umræðum á Alþingi kom fram að engin innistæða er fyrir gífuryrðum af þessum toga...“ Það er nefnilega rétt hjá honum. Og ekki ástæða til að fleygja sér sjálfkrafa ofan í pólitískar skotgrafir í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Mikið er búið að skamma Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir ummæli hans á Bylgjunni á laugardag, þar sem hann sagði koma til greina að fleiri en ríkið tækju að sér rekstur heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið ætti að vera stefnumótandi en aðrir kynnu að vera færari um að annast reksturinn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ríkið gæti verið að búa til „dólgakapítalisma“ þar sem ríkið glatar samningsstöðu sinni og viðsemjendurnir skammta sér sjálfir fé, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs talar um „órökstudda einkavæðingaráráttu“ og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að bandaríska heilbrigðiskerfið sé einkarekið, óhagkvæmt og dýrast í heimi – og gefur þar með í skyn að Kristján vilji fara sömu leið. Að minnsta kosti sumt af þessu fólki veit betur. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að lögin um sjúkratryggingar, sem sett voru í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2008, eigi að virkja til fulls. Þeim ákvæðum laganna sem kváðu á um að Sjúkratryggingar Íslands eigi að virka sem kaupandi heilbrigðisþjónustu, sem gerir samninga við heilbrigðisstofnanir, var frestað í tíð síðustu ríkisstjórnar. Rökin fyrir þeirri breytingu eru þó augljós. Ríkið hefur þrjú hlutverk. Það markar stefnu um þjónustuna, fjármagnar hana og er þar af leiðandi kaupandi hennar fyrir hönd skattgreiðenda og loks sér það sjálft um rekstur á margvíslegri heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera rekur þó ekki alla heilbrigðisþjónustu; staðreynd sem oft gleymist í þessari umræðu er að ríflega fjórðungur heilbrigðisútgjalda rennur til annarra en ríkisins. Það að einkaaðilar sjái um veitingu þjónustu þýðir hvorki að ríkið hætti að fjármagna hana né marka stefnuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var einkarekin heilsugæzlustöð í Salahverfi heimsótt. Þar kostar þjónustan notandann það sama og annars staðar, en reksturinn er ódýrari fyrir skattgreiðendur og frammistaðan í fremstu röð. Lögin gerðu ráð fyrir að Sjúkratryggingarnar gerðu samninga við allar heilbrigðisstofnanir, sem kvæðu á um gæði þjónustunnar, afköst, biðtíma og þar fram eftir götunum. Þannig veit ríkið sem kaupandi þjónustunnar hvað það er að borga fyrir og hinn almenni skattgreiðandi, sá sjúkratryggði, veit í hverju sjúkratryggingin hans felst, en upp á það vantar verulega í dag. Um leið opnast nýir möguleikar á að samið sé við aðra en ríkisstofnanir um að veita þjónustu ef það er gert með skilvirkari eða ódýrari hætti en ríkið gerir. Á sínum tíma, þegar ríkið bauð út gerð augnsteinaaðgerða, buðu einkaaðilar um þriðjung af því verði sem Landspítalinn vildi fá fyrir þær. Þá lá í augum uppi að semja við þá. Eins má segja að ef ríkisstofnun getur sinnt verkefni sem einkarekin stofnun hefur nú með höndum með ódýrari hætti eigi ríkið að færa viðskipti sín þangað. Árni Páll Árnason skrifaði á sínum tíma um sjúkratryggingalögin á heimasíðuna sína: „Ýmsir hafa haft hátt á undanförnum mánuðum um að í breytingunum felist einkavæðing, markaðsvæðing, sala sjúklinga, sjúklingaskattar eða eitthvað þaðan af verra. Í umræðum á Alþingi kom fram að engin innistæða er fyrir gífuryrðum af þessum toga...“ Það er nefnilega rétt hjá honum. Og ekki ástæða til að fleygja sér sjálfkrafa ofan í pólitískar skotgrafir í þessu máli.