Mesta efni sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir skrifaði nafn sitt í íslenskar sögubækur um helgina en hún leggur drög að keppni meðal fullorðinna. nordicphotos/Getty Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira