Barnafatamerkið Ígló eykur áherslu á erlenda markaði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. júlí 2013 07:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló og Indí og Helga Ólafsdóttir aðalhönnuður merkisins sækja á erlenda markaði. Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins. Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Sjá meira