Denzel ekkert lamb að leika sér við Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2013 07:00 Baltasar Kormákur frumsýndi stórmyndina 2 Guns í gærkvöld en myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum. getty/nordicphotos „Það er mikil spenna í gangi og ég er alveg haugstressaður,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem staddur er í New York við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar 2 Guns. Myndin skartar stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en Wahlberg fór einnig með hlutverk í Contraband sem Baltasar leikstýrði í fyrra. Blaðamaður náði tali af leikstjóranum fyrir frumsýninguna í gær en þá hafði hann lokið við fjöldann allan af viðtölum ásamt aðalleikurum myndarinnar. „Þetta er búið að vera algjört maraþon í dag. Pressan verður auðvitað alltaf meiri og meiri með þessum stóru verkefnum og það er búið að veggfóðra borgina með plakötum og öðru.“ Spurður að því hvernig það sé að vinna með reynsluboltum eins og Denzel Washington og Mark Wahlberg segir Baltasar það hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Denzel er ekkert lamb að leika sér við en á móti kemur að hann er alveg frábær leikari. Mark þekki ég orðið vel og við erum orðnir góðir vinir svo það er aðeins auðveldara og þægilegra, bara eins og þegar ég vinn með íslenskum vinum mínum.“Hér sjást þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg í hlutverkum sínum en Baltasar fylgist grannt með gangi mála.Frumsýningin fór fram í New York þar sem aðalleikararnir eru báðir í verkefnum á austurströndinni. Baltasar bauð allri fjölskyldunni með sér út og var tilhlökkunin mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Baltasar hefur í nógu að snúast en fram undan eru tökur á næstu stórmynd, Everest, og hefst undirbúningur fyrir hana í ágúst. Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við myndina, nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark.Samningaviðræður við leikarana eru í gangi um þessar mundir. „Það er ekki búið að staðfesta þetta alveg en þetta er á síðustu metrunum. Tökurnar eiga svo að hefjast í lok október en þetta er að sjálfsögðu alltaf háð breytingum. Þetta lítur hins vegar mjög vel út,“ sagði leikstjórinn að lokum. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Það er mikil spenna í gangi og ég er alveg haugstressaður,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem staddur er í New York við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar 2 Guns. Myndin skartar stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en Wahlberg fór einnig með hlutverk í Contraband sem Baltasar leikstýrði í fyrra. Blaðamaður náði tali af leikstjóranum fyrir frumsýninguna í gær en þá hafði hann lokið við fjöldann allan af viðtölum ásamt aðalleikurum myndarinnar. „Þetta er búið að vera algjört maraþon í dag. Pressan verður auðvitað alltaf meiri og meiri með þessum stóru verkefnum og það er búið að veggfóðra borgina með plakötum og öðru.“ Spurður að því hvernig það sé að vinna með reynsluboltum eins og Denzel Washington og Mark Wahlberg segir Baltasar það hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Denzel er ekkert lamb að leika sér við en á móti kemur að hann er alveg frábær leikari. Mark þekki ég orðið vel og við erum orðnir góðir vinir svo það er aðeins auðveldara og þægilegra, bara eins og þegar ég vinn með íslenskum vinum mínum.“Hér sjást þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg í hlutverkum sínum en Baltasar fylgist grannt með gangi mála.Frumsýningin fór fram í New York þar sem aðalleikararnir eru báðir í verkefnum á austurströndinni. Baltasar bauð allri fjölskyldunni með sér út og var tilhlökkunin mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Baltasar hefur í nógu að snúast en fram undan eru tökur á næstu stórmynd, Everest, og hefst undirbúningur fyrir hana í ágúst. Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við myndina, nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark.Samningaviðræður við leikarana eru í gangi um þessar mundir. „Það er ekki búið að staðfesta þetta alveg en þetta er á síðustu metrunum. Tökurnar eiga svo að hefjast í lok október en þetta er að sjálfsögðu alltaf háð breytingum. Þetta lítur hins vegar mjög vel út,“ sagði leikstjórinn að lokum.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira