Hvernig eigum við að breyta? Árni Páll Árnason skrifar 30. júlí 2013 06:00 Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri? Ný nefnd um stjórnarskrárbreytingar, með fulltrúum allra flokka, mun hefja störf fljótlega. Á vettvangi hennar mun þurfa að ná samstöðu um verklagið. Hér er mín tillaga: Við eigum að nýta okkur hið nýja breytingaákvæði og svigrúmið sem það veitir til að áfangaskipta verkefninu. Verklagið við stjórnarskrárbreytingar hingað til hefur skilað litlu og það hefur stafað af því að allir vita að málum verður aðeins lokið við lok kjörtímabils. Nú eru komnir aðrir tímar og þess vegna hægt að vinna að stjórnarskrárumbótum allt kjörtímabilið og skila niðurstöðu í þremur áföngum: Þeim fyrsta sem verði lokið í vetur og verði lagður fyrir þjóðina samhliða sveitarstjórnarkosningum að vori, öðrum sem verði lokið í tíma fyrir forsetakosningar 2016 og þeim þriðja sem yrði lokið fyrir lok kjörtímabils.Góð samstaða Við alþingismenn verðum að sýna þjóðinni að við getum náð víðtækri samstöðu um ákveðnar breytingar fyrir næsta vor. Þar tel ég augljóst að við byrjum á ákvæði um auðlindir í almannaeign og þjóðaratkvæðagreiðslur. Um það ætti að geta orðið góð samstaða – þetta eru atriðin sem forsætisráðherra nefndi sem áhersluatriði í vinnu við stjórnarskrána í stefnuræðu sinni nú snemmsumars og þessi atriði voru meðal þeirra atriða sem þjóðin lýsti miklum stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðasta haust. Það hefur mikið starf farið fram við þróun ákvæðis um almannaeign á auðlindum, allt frá árinu 2000, og allir flokkar hafa á einhverjum tíma lagt fram drög að slíku ákvæði. Ef við horfum á þau atriði sem almenn samstaða er um ætti okkur að vera vandalaust að setja saman skýrt almannaeignarákvæði. Með sama hætti er orðið afar brýnt að setja almennt ákvæði um rétt tiltekins hluta þjóðarinnar og minnihluta þingsins til að setja mál í þjóðaratkvæði. Málskotsréttur forseta er góður út af fyrir sig en hvorki þjóðin né minnihluti þingsins getur sætt sig við að eiga aðgang að þjóðaratkvæði undir mati eins manns, sem ekki byggir á efnislegum viðmiðum nema að litlu leyti. Við ákváðum að setja á fót á Íslandi lýðveldi en ekki menntað einveldi. Til þess að það virki þarf þjóðin og minnihluti þings að eiga sjálfstæðan málskotsrétt.Skýr umgjörð Við þurfum að hafa skýra umgjörð um rétt þjóðarinnar til að kalla fram þjóðaratkvæði. Fólk á rétt á því að um slíkt frumkvæði almennings gildi skýrar reglur og skýr umgjörð, sem veitir fólki raunverulega vissu fyrir því að ef tilteknu marki undirskrifta er náð muni þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram. Þróun mála í stjórnskipuninni undanfarin ár gerir það líka nauðsynlegt að þriðjungur þingmanna fái þann rétt að vísa málum til þjóðarinnar. Slíkt ákvæði er í dönsku stjórnarskránni og það hefur virkað þar svo vel að því hefur aldrei verið beitt. Ástæðan er sú að ákvæðið hvetur stjórnvöld á hverjum tíma til að afla víðtækrar samstöðu um umdeild mál og það er nokkuð sem okkur hefur átakanlega skort undanfarin ár. Það gæti þannig orðið forsenda nýrra og betri vinnubragða í íslenskum stjórnmálum. Forseti Íslands hefur nú nýverið skilgreint málþóf sem einu leið minnihluta þings til að auka líkur á þjóðaratkvæðagreiðslu, að óbreyttri stjórnskipan. Ef leikreglunum verður ekki breytt stefnir því allt í það að málþófið muni áfram ríkja eitt.Glæsilegt upphaf Þótt við næðum ekki meiru í höfn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að vori en ákvæði um almannaeign á auðlindum og nýjum ákvæðum um rétt tiltekins fjölda landsmanna og minnihluta þings til að vísa málum til þjóðaratkvæðis værum við að ná miklum árangri. Til viðbótar ættum við öll að sameinast um að leggja af Landsdóm og koma meðferð brota ráðamanna í sama farveg og brota annarra landsmanna. Það væri glæsilegt upphaf á lengri vegferð stjórnskipunarumbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri? Ný nefnd um stjórnarskrárbreytingar, með fulltrúum allra flokka, mun hefja störf fljótlega. Á vettvangi hennar mun þurfa að ná samstöðu um verklagið. Hér er mín tillaga: Við eigum að nýta okkur hið nýja breytingaákvæði og svigrúmið sem það veitir til að áfangaskipta verkefninu. Verklagið við stjórnarskrárbreytingar hingað til hefur skilað litlu og það hefur stafað af því að allir vita að málum verður aðeins lokið við lok kjörtímabils. Nú eru komnir aðrir tímar og þess vegna hægt að vinna að stjórnarskrárumbótum allt kjörtímabilið og skila niðurstöðu í þremur áföngum: Þeim fyrsta sem verði lokið í vetur og verði lagður fyrir þjóðina samhliða sveitarstjórnarkosningum að vori, öðrum sem verði lokið í tíma fyrir forsetakosningar 2016 og þeim þriðja sem yrði lokið fyrir lok kjörtímabils.Góð samstaða Við alþingismenn verðum að sýna þjóðinni að við getum náð víðtækri samstöðu um ákveðnar breytingar fyrir næsta vor. Þar tel ég augljóst að við byrjum á ákvæði um auðlindir í almannaeign og þjóðaratkvæðagreiðslur. Um það ætti að geta orðið góð samstaða – þetta eru atriðin sem forsætisráðherra nefndi sem áhersluatriði í vinnu við stjórnarskrána í stefnuræðu sinni nú snemmsumars og þessi atriði voru meðal þeirra atriða sem þjóðin lýsti miklum stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðasta haust. Það hefur mikið starf farið fram við þróun ákvæðis um almannaeign á auðlindum, allt frá árinu 2000, og allir flokkar hafa á einhverjum tíma lagt fram drög að slíku ákvæði. Ef við horfum á þau atriði sem almenn samstaða er um ætti okkur að vera vandalaust að setja saman skýrt almannaeignarákvæði. Með sama hætti er orðið afar brýnt að setja almennt ákvæði um rétt tiltekins hluta þjóðarinnar og minnihluta þingsins til að setja mál í þjóðaratkvæði. Málskotsréttur forseta er góður út af fyrir sig en hvorki þjóðin né minnihluti þingsins getur sætt sig við að eiga aðgang að þjóðaratkvæði undir mati eins manns, sem ekki byggir á efnislegum viðmiðum nema að litlu leyti. Við ákváðum að setja á fót á Íslandi lýðveldi en ekki menntað einveldi. Til þess að það virki þarf þjóðin og minnihluti þings að eiga sjálfstæðan málskotsrétt.Skýr umgjörð Við þurfum að hafa skýra umgjörð um rétt þjóðarinnar til að kalla fram þjóðaratkvæði. Fólk á rétt á því að um slíkt frumkvæði almennings gildi skýrar reglur og skýr umgjörð, sem veitir fólki raunverulega vissu fyrir því að ef tilteknu marki undirskrifta er náð muni þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram. Þróun mála í stjórnskipuninni undanfarin ár gerir það líka nauðsynlegt að þriðjungur þingmanna fái þann rétt að vísa málum til þjóðarinnar. Slíkt ákvæði er í dönsku stjórnarskránni og það hefur virkað þar svo vel að því hefur aldrei verið beitt. Ástæðan er sú að ákvæðið hvetur stjórnvöld á hverjum tíma til að afla víðtækrar samstöðu um umdeild mál og það er nokkuð sem okkur hefur átakanlega skort undanfarin ár. Það gæti þannig orðið forsenda nýrra og betri vinnubragða í íslenskum stjórnmálum. Forseti Íslands hefur nú nýverið skilgreint málþóf sem einu leið minnihluta þings til að auka líkur á þjóðaratkvæðagreiðslu, að óbreyttri stjórnskipan. Ef leikreglunum verður ekki breytt stefnir því allt í það að málþófið muni áfram ríkja eitt.Glæsilegt upphaf Þótt við næðum ekki meiru í höfn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að vori en ákvæði um almannaeign á auðlindum og nýjum ákvæðum um rétt tiltekins fjölda landsmanna og minnihluta þings til að vísa málum til þjóðaratkvæðis værum við að ná miklum árangri. Til viðbótar ættum við öll að sameinast um að leggja af Landsdóm og koma meðferð brota ráðamanna í sama farveg og brota annarra landsmanna. Það væri glæsilegt upphaf á lengri vegferð stjórnskipunarumbóta.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun