Einn á móti þremur Ögmundur Jónasson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana, Magnús Guðmundsson, segir menn gera úlfalda úr mýflugu þegar óskapast sé yfir því að Kjararáð „leiðrétti“ kjör fáeinna forstöðumanna sem áður hafi verið lækkaðir vegna hrunsins og eigi lögum samkvæmt að búa við áþekk laun og forstjórar á almennum markaði. Eflaust má líta þannig á málin og vissulega er það rétt hjá formanninum að hjá hinu opinbera þurfi „góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ eins og hann kemst ágætlega að orði í Fréttablaðsgrein.Innra samhengi launakjaranna En það á ekki aðeins við um stjórnendur heldur starfsfólk almennt, að það vilji láta sýna sér virðingu. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve launin eru víða lág hjá hinu opinbera. Ég hygg að láglaunafólki þar finnist laun um eða yfir eina milljón á mánuði óeðlileg miðað við það sem því er boðið upp á. Allt er þetta spurning um innra samhengi. Úlfaldahluti umræðunnar hefur einmitt stjórnast af hinu táknræna sem fram kemur með ákvörðun Kjararáðs. Alveg óháð lögmæti þeirrar ákvörðunar og þá einnig því hvort um „leiðréttingu“ er að ræða, þá vekur hún upp umræðu um kjaramuninn í samfélaginu. Frjáls verslun og DV hafa á undanförnum dögum veitt okkur innsýn í forstjórakjörin á almennum vinnumarkaði. Enda þótt ríkisforstjórar séu varla hálfdrættingar á við fjármálamenn og forstjóra á almennum markaði, þá er það engu að síður staðreynd að hjá hinu opinbera er mjög margt fólk með tvö til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði og finnst sexfaldur munur á eigin kjörum og forstöðumannsins óeðlilegur.Arður til eigenda en ekki samfélags Í þriðja lagi hefur þessi umræða beint athygli að því hvort innistæða sé fyrir launahækkunum almennt í komandi kjarasamningum. Þarna kann að vera erfitt að alhæfa. Í sumum atvinnugreinum eru miklir peningar. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði svigrúm til að greiða eigendum sínum eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Allavega þar er svigrúm eftir að ríkisstjórnin ákvað að frekar skyldi greiddur arður til eigenda en að láta Landspítalann njóta sjávarauðlindarinnar.Innistæða fyrir réttlæti Þetta breytir því ekki að mörg fyrirtæki eru aðþrengd. Það á líka við um ríkið og flest sveitarfélög. Þar er innistæðan lítil. En alls staðar er þó til innistæða fyrir réttlæti. Það er alls staðar hægt að skipta á réttlátari máta en nú er gert. Hvernig væri að gera samkomulag um það í þjóðfélaginu að lægstu laun verði ekki lægri en þriðjungurinn af hæstu launum? Þessari hugmynd hefur margoft verið hreyft – m.a. af minni hálfu sem formaður BSRB nema hvað þá þótti mér einn á móti þremur heldur of mikið. Í síðustu ríkisstjórn orðaði ég einnig þessa hugmynd. Einn á móti þremur launaformúlan hefði í för með sér réttlæti sem innistæða er fyrir. Myndi félag forstöðumanna ríkisstofnana styðja slíka hugmynd? Og hvað með SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana, Magnús Guðmundsson, segir menn gera úlfalda úr mýflugu þegar óskapast sé yfir því að Kjararáð „leiðrétti“ kjör fáeinna forstöðumanna sem áður hafi verið lækkaðir vegna hrunsins og eigi lögum samkvæmt að búa við áþekk laun og forstjórar á almennum markaði. Eflaust má líta þannig á málin og vissulega er það rétt hjá formanninum að hjá hinu opinbera þurfi „góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ eins og hann kemst ágætlega að orði í Fréttablaðsgrein.Innra samhengi launakjaranna En það á ekki aðeins við um stjórnendur heldur starfsfólk almennt, að það vilji láta sýna sér virðingu. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve launin eru víða lág hjá hinu opinbera. Ég hygg að láglaunafólki þar finnist laun um eða yfir eina milljón á mánuði óeðlileg miðað við það sem því er boðið upp á. Allt er þetta spurning um innra samhengi. Úlfaldahluti umræðunnar hefur einmitt stjórnast af hinu táknræna sem fram kemur með ákvörðun Kjararáðs. Alveg óháð lögmæti þeirrar ákvörðunar og þá einnig því hvort um „leiðréttingu“ er að ræða, þá vekur hún upp umræðu um kjaramuninn í samfélaginu. Frjáls verslun og DV hafa á undanförnum dögum veitt okkur innsýn í forstjórakjörin á almennum vinnumarkaði. Enda þótt ríkisforstjórar séu varla hálfdrættingar á við fjármálamenn og forstjóra á almennum markaði, þá er það engu að síður staðreynd að hjá hinu opinbera er mjög margt fólk með tvö til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði og finnst sexfaldur munur á eigin kjörum og forstöðumannsins óeðlilegur.Arður til eigenda en ekki samfélags Í þriðja lagi hefur þessi umræða beint athygli að því hvort innistæða sé fyrir launahækkunum almennt í komandi kjarasamningum. Þarna kann að vera erfitt að alhæfa. Í sumum atvinnugreinum eru miklir peningar. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði svigrúm til að greiða eigendum sínum eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Allavega þar er svigrúm eftir að ríkisstjórnin ákvað að frekar skyldi greiddur arður til eigenda en að láta Landspítalann njóta sjávarauðlindarinnar.Innistæða fyrir réttlæti Þetta breytir því ekki að mörg fyrirtæki eru aðþrengd. Það á líka við um ríkið og flest sveitarfélög. Þar er innistæðan lítil. En alls staðar er þó til innistæða fyrir réttlæti. Það er alls staðar hægt að skipta á réttlátari máta en nú er gert. Hvernig væri að gera samkomulag um það í þjóðfélaginu að lægstu laun verði ekki lægri en þriðjungurinn af hæstu launum? Þessari hugmynd hefur margoft verið hreyft – m.a. af minni hálfu sem formaður BSRB nema hvað þá þótti mér einn á móti þremur heldur of mikið. Í síðustu ríkisstjórn orðaði ég einnig þessa hugmynd. Einn á móti þremur launaformúlan hefði í för með sér réttlæti sem innistæða er fyrir. Myndi félag forstöðumanna ríkisstofnana styðja slíka hugmynd? Og hvað með SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ?
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar