Sáttinni snúið á haus Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Ríkisstjórnin vill skoða þann kost að bæta við virkjanir í Þjórsá með því að ráðast í Norðlingaölduveitu. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra aflýsti fyrr í sumar á síðustu stundu stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið, vegna athugasemda Landsvirkjunar. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skoðaði Þjórsárver í síðustu viku og segist eftir þá ferð sannfærðari en áður um að nýta megi Norðlingaölduveitu til að framleiða rafmagn án þess að Þjórsárver skaðist. Norðlingaölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur sem völ er á. Í frétt hér í blaðinu í fyrradag sakaði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, iðnaðarráðherrann um að rjúfa sátt. „Hún talar um það að þetta snúist um einhvers konar sátt en sáttin liggur nú þegar fyrir, þingið er búið að koma sér saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna til ófriðar,“ sagði Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það.“ Hér vísar Svandís til þess að Alþingi setti Norðlingaölduveitu í verndarflokk í rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Um afgreiðslu rammaáætlunarinnar ríkti hins vegar aldrei nein sátt og það veit fyrrverandi umhverfisráðherra mætavel, þótt hún reyni nú að snúa hlutunum á haus. Síðasta ríkisstjórn fór ekki eftir tillögum verkefnisstjórnarinnar sem raðaði virkjanakostum í forgangsröð út frá faglegum sjónarmiðum, byggðum á víðtækri gagnaöflun, heldur grautaði í röðinni út frá pólitískum sjónarmiðum. Norðlingaölduveitu var þannig upphaflega raðað ofan við miðjan lista og út frá því hefði mátt ætla að hún færi í nýtingar- eða biðflokk, fremur en verndarflokk. Faglega matið kom fyrri ríkisstjórn hins vegar aldrei við, hvað Þjórsárver varðaði. Áður en rammaáætlunin var unnin og afgreidd reyndu Svandís Svavarsdóttir og fleiri ráðherrar meira að segja að koma í veg fyrir að Norðlingaölduveita fengi sama faglega mat og aðrir virkjanakostir með því að stækka friðlandið og slá þannig virkjanaáform út af borðinu. „Ef það er ekki pólitískur vilji til að fara í þessa virkjun og það er pólitískur vilji til að forgangsraða þessu svæði í þágu náttúruverndar, þá þarf það ekki á yfirferð rammaáætlunar að halda,“ sagði hún þá. Landsvirkjun hefur nú sett fram nýjar hugmyndir um hvernig megi ráðast í Norðlingaölduveitu með enn minni umhverfisáhrifum en fyrri útfærslur hefðu haft í för með sér. Það er sjálfsagt að skoða þau áform. Ákvörðun Alþingis yrði að koma til þannig að virkjunin yrði færð úr verndarflokki í nýtingarflokk. Með því væri engum friði spillt, því að engin sátt ríkti um afgreiðslu rammaáætlunarinnar. Það var fyrri ríkisstjórn raunar margoft bent á; að fyrst pólitík var leyft að komast í málið og það keyrt þannig í gegn í stað þess að láta faglegu sjónarmiðin ráða, myndi næsta ríkisstjórn væntanlega bara breyta rammaáætluninni. Núna bragða fyrrverandi stjórnarliðar sem sagt á eigin meðulum. Og þykja þau augljóslega vond. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Ríkisstjórnin vill skoða þann kost að bæta við virkjanir í Þjórsá með því að ráðast í Norðlingaölduveitu. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra aflýsti fyrr í sumar á síðustu stundu stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið, vegna athugasemda Landsvirkjunar. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skoðaði Þjórsárver í síðustu viku og segist eftir þá ferð sannfærðari en áður um að nýta megi Norðlingaölduveitu til að framleiða rafmagn án þess að Þjórsárver skaðist. Norðlingaölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur sem völ er á. Í frétt hér í blaðinu í fyrradag sakaði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, iðnaðarráðherrann um að rjúfa sátt. „Hún talar um það að þetta snúist um einhvers konar sátt en sáttin liggur nú þegar fyrir, þingið er búið að koma sér saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna til ófriðar,“ sagði Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það.“ Hér vísar Svandís til þess að Alþingi setti Norðlingaölduveitu í verndarflokk í rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Um afgreiðslu rammaáætlunarinnar ríkti hins vegar aldrei nein sátt og það veit fyrrverandi umhverfisráðherra mætavel, þótt hún reyni nú að snúa hlutunum á haus. Síðasta ríkisstjórn fór ekki eftir tillögum verkefnisstjórnarinnar sem raðaði virkjanakostum í forgangsröð út frá faglegum sjónarmiðum, byggðum á víðtækri gagnaöflun, heldur grautaði í röðinni út frá pólitískum sjónarmiðum. Norðlingaölduveitu var þannig upphaflega raðað ofan við miðjan lista og út frá því hefði mátt ætla að hún færi í nýtingar- eða biðflokk, fremur en verndarflokk. Faglega matið kom fyrri ríkisstjórn hins vegar aldrei við, hvað Þjórsárver varðaði. Áður en rammaáætlunin var unnin og afgreidd reyndu Svandís Svavarsdóttir og fleiri ráðherrar meira að segja að koma í veg fyrir að Norðlingaölduveita fengi sama faglega mat og aðrir virkjanakostir með því að stækka friðlandið og slá þannig virkjanaáform út af borðinu. „Ef það er ekki pólitískur vilji til að fara í þessa virkjun og það er pólitískur vilji til að forgangsraða þessu svæði í þágu náttúruverndar, þá þarf það ekki á yfirferð rammaáætlunar að halda,“ sagði hún þá. Landsvirkjun hefur nú sett fram nýjar hugmyndir um hvernig megi ráðast í Norðlingaölduveitu með enn minni umhverfisáhrifum en fyrri útfærslur hefðu haft í för með sér. Það er sjálfsagt að skoða þau áform. Ákvörðun Alþingis yrði að koma til þannig að virkjunin yrði færð úr verndarflokki í nýtingarflokk. Með því væri engum friði spillt, því að engin sátt ríkti um afgreiðslu rammaáætlunarinnar. Það var fyrri ríkisstjórn raunar margoft bent á; að fyrst pólitík var leyft að komast í málið og það keyrt þannig í gegn í stað þess að láta faglegu sjónarmiðin ráða, myndi næsta ríkisstjórn væntanlega bara breyta rammaáætluninni. Núna bragða fyrrverandi stjórnarliðar sem sagt á eigin meðulum. Og þykja þau augljóslega vond.