Kettir vs. hundar 20. ágúst 2013 07:00 Ég hélt alltaf að þú værir hundamanneskja,“ sagði frændi minn þegar hann hitti köttinn minn í fyrsta sinn í vikunni sem leið. Sjálf vil ég helst ekki láta draga mig í þann dilk því ég hef afskaplega gaman af dýrum af öllum stærðum og gerðum, en þetta leiddi til frekari vangaveltna um hugtökin „hunda- og kattafólk“. Eftir svolitla eftirgrennslan komst ég að því að sálfræðingar halda því fram að gæludýr geti vissulega veitt ýmsar upplýsingar um skapgerð eigenda sinna. Hundar hafa frá fornu fari verið hjarðdýr en kettir eru einfarar. Út frá þessu má gera ráð fyrir því að hundaeigendur séu miklar hópsálir en kattaeigendur heldur ómannblendnari. Og þetta ku vera rétt; hundaeigendur eru ekki aðeins hópsálir heldur einnig opnari fyrir nýjungum en kattaeigendur, sem eru taldir innhverfir og agaðir. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að kattaeigendur eru líklegri til að halda sig við eina dýrategund, ólíkt hundaeigendum. Þegar einstaklingar í fyrrnefnda hópnum voru spurðir að því hvort þeir gætu hugsað sér að taka að sér hvolp ef aðstæður leyfðu, svöruðu um sjötíu prósent þeirra neitandi. Þegar hundaeigendur voru spurðir að því sama, svöruðu sjötíu prósent þeirra játandi. Með þetta í huga skulum við snúa okkur aftur að dýrinu mínu, henni Siggu. Hún er einstaklega ómannblendin og hvekkt lítil læða, en ljúfara dýr er vandfundið. Fyrirrennari hennar, hún Gunna, var engu betri. Hún sýndi ókunnugum engan áhuga og lét sig hverfa þegar gesti bar að garði. Ég veit ekki hvort gæludýrin endurspegla persónuleika minn, en ætli það sé ekki ágætt að til sé fólk sem telji mig enn tilheyra hópi hundaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Ég hélt alltaf að þú værir hundamanneskja,“ sagði frændi minn þegar hann hitti köttinn minn í fyrsta sinn í vikunni sem leið. Sjálf vil ég helst ekki láta draga mig í þann dilk því ég hef afskaplega gaman af dýrum af öllum stærðum og gerðum, en þetta leiddi til frekari vangaveltna um hugtökin „hunda- og kattafólk“. Eftir svolitla eftirgrennslan komst ég að því að sálfræðingar halda því fram að gæludýr geti vissulega veitt ýmsar upplýsingar um skapgerð eigenda sinna. Hundar hafa frá fornu fari verið hjarðdýr en kettir eru einfarar. Út frá þessu má gera ráð fyrir því að hundaeigendur séu miklar hópsálir en kattaeigendur heldur ómannblendnari. Og þetta ku vera rétt; hundaeigendur eru ekki aðeins hópsálir heldur einnig opnari fyrir nýjungum en kattaeigendur, sem eru taldir innhverfir og agaðir. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að kattaeigendur eru líklegri til að halda sig við eina dýrategund, ólíkt hundaeigendum. Þegar einstaklingar í fyrrnefnda hópnum voru spurðir að því hvort þeir gætu hugsað sér að taka að sér hvolp ef aðstæður leyfðu, svöruðu um sjötíu prósent þeirra neitandi. Þegar hundaeigendur voru spurðir að því sama, svöruðu sjötíu prósent þeirra játandi. Með þetta í huga skulum við snúa okkur aftur að dýrinu mínu, henni Siggu. Hún er einstaklega ómannblendin og hvekkt lítil læða, en ljúfara dýr er vandfundið. Fyrirrennari hennar, hún Gunna, var engu betri. Hún sýndi ókunnugum engan áhuga og lét sig hverfa þegar gesti bar að garði. Ég veit ekki hvort gæludýrin endurspegla persónuleika minn, en ætli það sé ekki ágætt að til sé fólk sem telji mig enn tilheyra hópi hundaeigenda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun