Vingjarnlegir veitingastaðir Sigursteinn Másson og Rannveig Grétarsdóttir skrifar 26. ágúst 2013 08:45 Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar