Flugþrá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 10:45 Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Nýjasta dellan veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Eitthvað gerðist í vor sem vakti hjá mér áhuga á flugvélum. Það er svo sem ekki óalgengasta della sem þú finnur, en miðað við það að ég kann ekki einu sinni að mæla olíu á bílvél átti ég seint von á því að ég fengi flugdellu. Reyndar er kannski full djúpt tekið í árinni að kalla þetta flug-„dellu“. Þarf maður þá ekki að eiga flugvél og kunna að fljúga? Nei ég hef eytt tíma mínum á Wikipedia og Youtube, horft á kvikmyndir sem gerast um borð í flugvélum og lesið fjölmargar rannsóknarskýrslur um flugslys. Því fer fjarri að allar þessar upplýsingar nái að festast og ég á langt í land með að verða einhver Ómar Ragnarsson. En ég veit til dæmis muninn á fartíma og flugtíma og skil næstum því hvernig flugriti virkar. Af hverju er ég að segja þér þetta? Jú, ég er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Fari ég að gera mér einhverjar grillur um að læra að fljúga vil ég að vinir mínir og velunnarar stoppi mig og neyði mig til þess að lesa þessi orð: „Haukur, þú ert gleyminn, skjálfhentur og með ömurlegar fínhreyfingar. Þú átt ekkert erindi í flugstjórnarklefa neins staðar. Aldrei. Þú kannt varla að keyra bíl og ef eitthvað kemur upp á er viðbragðstími þinn afleitur. Ertu síðan búinn að gleyma því að það hefur tvisvar sinnum liðið yfir þig í millilandaflugi?“ Þið hin sem þekkið mig ekki getið verið alveg róleg. Ja, allavega þar til þið heyrið flugþjón kynna mig sem flugstjórann ykkar til Tenerife. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Nýjasta dellan veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Eitthvað gerðist í vor sem vakti hjá mér áhuga á flugvélum. Það er svo sem ekki óalgengasta della sem þú finnur, en miðað við það að ég kann ekki einu sinni að mæla olíu á bílvél átti ég seint von á því að ég fengi flugdellu. Reyndar er kannski full djúpt tekið í árinni að kalla þetta flug-„dellu“. Þarf maður þá ekki að eiga flugvél og kunna að fljúga? Nei ég hef eytt tíma mínum á Wikipedia og Youtube, horft á kvikmyndir sem gerast um borð í flugvélum og lesið fjölmargar rannsóknarskýrslur um flugslys. Því fer fjarri að allar þessar upplýsingar nái að festast og ég á langt í land með að verða einhver Ómar Ragnarsson. En ég veit til dæmis muninn á fartíma og flugtíma og skil næstum því hvernig flugriti virkar. Af hverju er ég að segja þér þetta? Jú, ég er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Fari ég að gera mér einhverjar grillur um að læra að fljúga vil ég að vinir mínir og velunnarar stoppi mig og neyði mig til þess að lesa þessi orð: „Haukur, þú ert gleyminn, skjálfhentur og með ömurlegar fínhreyfingar. Þú átt ekkert erindi í flugstjórnarklefa neins staðar. Aldrei. Þú kannt varla að keyra bíl og ef eitthvað kemur upp á er viðbragðstími þinn afleitur. Ertu síðan búinn að gleyma því að það hefur tvisvar sinnum liðið yfir þig í millilandaflugi?“ Þið hin sem þekkið mig ekki getið verið alveg róleg. Ja, allavega þar til þið heyrið flugþjón kynna mig sem flugstjórann ykkar til Tenerife.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun