Vilja auka traust á Alþingi - Vinna að breytingu þingskapa Höskuldur Kári Schram skrifar 7. september 2013 07:00 Landsmenn bera afar lítið traust til Alþingis, ekki síst vegna framgöngu þingmanna. Stefnt er að því að bregðast við því með því að breyta þingsköpum. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira