Óafgreitt frumvarp um fjárhættuspil Ögmundur Jónasson skrifar 18. september 2013 06:00 Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun