Hlýnunin ótvírætt mannanna verk Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2013 09:00 Veðuröfgar af áður óþekktri stærðargráðu, verða að óbreyttu fylgifiskar veðurfarsbreytinga á næstu áratugum. nordicphotos/gettyimages Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira